X

Skilmálar

Afhending vöru & sendingarkostnaður:

Þegar vörur eru keyptar í vefverslun má velja hvort þær eru sendar eða hvort viðkomandi sæki þær í verslun okkar. Vörur eru annars sendar með Íslandspósti og er fast gjald á allar sendar vörur hjá Kraum, 890 kr.
Eftir að greiðsla hefur borist getur það tekið 2-4 virka daga að afhenda vöruna sé hún send í pósti en sá tími getur breyst með tilliti til þess hvar á landinu kaupandi er staðsettur.
Ofangreint á aðeins við um sendingar innanlands. Til þess að fá upplýsingar um sendingar á vörum til annarra landa má hafa samband á kraum@kraum.is eða í síma 517 7797.

Greiðslur:

Þegar vara er sótt í verslun okkar greiðir kaupandi við afhendingu í verslun, annað hvort með greiðslukorti eða reiðufé.
Ef vara er send þarf að greiða með greiðslukorti í gegnum greiðslusíðu Valitor.

Verð:

Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt.

Sérpantanir & fyrirspurnir:

Vörurnar í Kraum eru margar hverjar handgerðar og mismunandi hvernig útgáfa af vörunni er til í verslun hverju sinni. Því eru ekki allar vörur sem fást í verslun okkar í boði í vefverslun. Það má alltaf senda okkur fyrirspurn á kraum@kraum.is eða hringja í síma 517 7797 ef áhugi er fyrir vöru sem ekki er aðgengileg í vefverslun.

Ef kaupandi hættir við:

Kaupandi hefur 14 daga frá pöntun til þess að hætta við kaupin að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð, henni sé skilað í sama ástandi og hún var send og hún sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Þegar kaupandi hefur hætt við kaupin getur hann skipt vörunni í aðra vöru eða fengið inneignarnótu í verslun. Sendingarkostnaður er óafturkræfur.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
 
Kraum ehf. 
Hverfisgata 34, Hljómalindartorg / Hjartagarður (gengið inn Laugavegs megin)
101 Reykjavík