X

Um Kraum

 

KRAUM

Kraum er verslun sem var stofnuð með það að markmiði að selja eingöngu skandinavíska hönnunarvöru og velja úr það besta sem gæfist á hverjum tíma. Í lok árs 2008 var Kraum útnefnd sem "Ferðamannaverslun ársins 2008" af Reykjavíkurborg og Kaupmannasamtökum. Nú eru til sölu vörur frá skandinavíu í miklu úrvali.

 

ROBIN RUTH

Robin Ruth er eitt stærsta tískumerki fyrir ferðamenn. Það er selt í meira en 45 löndum með yfir 10.000 sölustaði á heimsvísu. Robin Ruth vinnur stöðugt í því að auka vöruúrval sitt með nýjum vörulínum og litasamsetningum.

Allar vörur frá Robin Ruth taka mið af nýjustu straumum í litum og tísku. Ferðamenn um heim allan eru ánægðir með þessa skemmtilegu hönnun og frábæru gæði.

Vinsælt er að safna vörum Robin Ruth frá mismunandi löndum í sínum uppáhalds litasamsetningum á ferð um heiminn. Gaman er að koma heim úr eftirminnilegu ferðalagi með fallega og nothæfa minjagripi.

 

NORTH WORN

Fyrir árþúsundum var Noregur undir jökulís sem risti og mótaði landslagið djúpum fjörðum og bröttum fjöllum. Í gegnum kynslóðirnar hafa Norðmenn lagað sig að óútreiknanlegum og krefjandi aðstæðum Noregs með  fatnaði við hæfi fyrir allar fjórar árstíðirnar.
Northworn vörurnar eru hannaðar með þetta í huga.

 

J.DAVIDSSON

Í vörulínu J.Davidsson er það skapandi hönnun Jans og dóttur hans Freyju Andreu sem endurspegla handverkið í sinni fínustu mynd í fatnaði og fylgihlutum.